Kennsluleiðbeiningar

Á vefnum er megináhersla lögð á orðaforða og lesskilning.
Vefurinn er hugsaður þannig að nemendur geti unnið sem mest sjálfstætt, án þess að þurfa mikla aðstoð frá kennara.
Við hvern texta eru einstaklingsverkefni, sem búin eru til með ýmsum frítólum á netinu; Formative, Quizlet, Quizalise, Classtools og NearPod.
Þau verkefni eiga nemendur að geta leyst án mikillar hjálpar, en best er þó auðvitað ef kennari hefur tök á að hjálpa viðkomandi af stað a.m.k.
Hér fyrir neðan er aukinheldur hægt að nálgast tvenns konar hópverkefni; Kahoot verkefni og Jeopardy Quiz verkefni.
Neðst á þessari síðu eru síðan nokkur verkefni sem hægt er að prenta út; krossgátur, orðaleit og stafarugl.
Höfundar efnis eru Heimir Eyvindarson og Sigríður Sigurðardóttir

Jeopardy verkefni

Kahoot verkefni
Verkefni til útprentunar
At lære et sprog
En mangfoldig verden
Sport
Kendte danskere
