At lære dansk

logogig3transp.jpg

Hvernig lærir maður nýtt tungumál?

Það getur vel verið að einhverjum finnist það óhugsandi að þeir geti nokkurn tíma lært dönsku. Sérstaklega getur það verið allt að því ógnvekjandi að heyra Dani tala dönsku á sínum eðlilegum hraða. Það er bara fyrir lengra komna að skilja það!

 

 

 

 

 

 

 

En það er mikilvægt að átta sig á því að sú færni lærist með tímanum. Ef maður reynir.

Eitt það mikilvægasta í öllu tungumálanámi er nefnilega að halda alltaf áfram að reyna

og vera alltaf algjörlega ófeimin/-n við að prófa sig áfram.

Það er stór munur á því að lesa dönsku og að hlusta á hana.

Eins er þó nokkur munur á að skrifa dönsku og að tala hana.

Danska og íslenska 

 

Líklega er léttast að lesa dönsku, því það eru ótrúlega mörg orð í dönsku sem eru

næstum því alveg eins skrifuð á íslensku og dönsku. 

Hér eru nokkur dæmi um dönsk og íslensk orð sem eru mjög lík:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er bara lítið brot af þeim orðum sem eru næstum því eins á íslensku og dönsku.

Önnur dæmi eru til dæmis orð eins og bord, stol, ord, børn, søster, hus, bil, hånd, finger,

hår, liv, nu, bold, tennis, bedst, bukser, sokker, herre, dame, tå, plante, ind, ny, bad,

navn og fleiri og fleiri.

 

Hvað heldur þú að þessi orð þýði? 

download (1).jpg
Capturekomigangdanskislandsk.JPG

Verkefni

giglogostafalaust.jpg

​Í Quizlet getur þú æft orðaforðann úr þessum kafla á mismunandi vegu.

Eins og sést á myndinni hér fyrir neðan er hægt að velja um nokkrar gerðir af verkefnum.

 

Það er ágætt að byrja á því að æfa sig á minnismiðum (flashcards), en ef þú nennir því

ekki þá ferðu bara beint í einhvern af hinum flokkunum. Við mælum sérstaklega með

learn og match

Fyrir neðan myndina eru hlekkir á 4 mismunandi Quizlet verkefni úr þessum kafla.

Gerðu eins mikið og þú nennir, því meira því betra.

Gangi þér vel = Held og lykke

quizlet.jpg
giglogostafalaust.jpg
logogig3transp.jpg